Ég er búin að vera að lesa ýmislegt í nótt og þar á meðal það sem hún Rebekka María Jóhannesdóttir er búin að ganga í gegnum. Hún missti fyrst pabba sinn vegna bílslyss og tveimur árum seinna mömmu sína vegna krabbameins. Hún á tvo litla bræður sem hún er að reyna að fá forræðið yfir og hérna er undirskrifta listi til að styðja það -> http://www.facebook.com/tinnaschram?ref=profile#/group.php?gid=159527710852
Hún er líka ófrísk, eða búin að eiga, en er vongóð á framtíðina og á það að ala þessi þrjú börn upp. Hún er algjör hetja og aðeins 22. ára. Það verður mögulega erfitt fyrir hana að fá forræðið vegna þess að hún hefur ekki unnið í langan tíma, sem er vegna þess að hún var að hugsa um mömmu sína á meðan veikindunum hennar stóð, og hefur hún þess vegna ekki haft neinar tekjur. Hún stofnaði styrktarreikning til að barnaverndarnefnd sjái að þau hafi einhvern byrjunarpening. reikningurinn er 0140-05-070155 og kennitala: 160287-2259
Ég las um allt á blogginu hennar http://maistjarnan-okkar.blogcentral.is/
Endilega lesið, þvílíka hetjan! Það er líka hægt að sjá myndir og fl.
Síðan var ég líka að skoða um hana Ellu Dís sem flestir hafa heyrt um held ég, en þegar hún var eins og hálfs árs fór að birtast lömun í höndum hennar og í dag er hún alveg lömuð nema hún hefur stjórn á augum sínum og vörum aðeins. Mamma hennar er búin að finna læknismeðferð í Ísrael en mun það kosta margar milljónir og hún biður almenning um hjálp:
Reikningur: 0525-15-020106
Kennitala: 020106-3870
www.oskabrunnur.com
Hér er líka facebook síðan -> http://www.facebook.com/tinnaschram?v=info&ref=profile#/group.php?gid=160911783591
.... Ég bara varð að koma þessu áfram með von um að þetta smiti út frá sér og einhver sem les hér sér sér fært um að hjálpa.
Monday, October 26, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment